Kvennaferð til Tenerife – Jóga, slökun og hugarró
Jógastúdíó býður upp 7 daga dekur- og jógavin á Tenerife í maí 2019 með Drífu og Hrafnhildi. Ferðin er ætluð konum á öllum aldri sem vilja dekra við líkama og sál. Ferðaskrifstofan Vita sér um flug og hótel. Gist er á 4 stjörnu lúxushóteli með hálfu fæði. Í boði verður fjölbreytt jógadagskrá sem hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Í ferðinni er lögð áhersla á slökun, vellíðan og hugarró. Hefðbundinn dagur byrjar á mjúku jóga til að setja ásetning fyrir daginn. Eftir morgunmat er frjáls tími. Seinnipart dags er aftur boðið upp á jóga og slökun. Í boði verða tveir fyrirlestrar, annars vegar mun Drífa kafar dýpra ofaní jógafræðin og hins vegar mun Hrafnhildur fjallar um jóga og jákvæða sálfræði.
Tenerife er einstök náttúruperla og eyjan býður upp á fjölmargar leiðir til afþreyingar. Á föstudeginum er skipulögð gönguferð með Svala Kaldalóns sem búsettur er á eyjunni.
Ferðaskrifstofan Vita býður upp á ýmsar ferðir sem þátttakendur geta kosið að kaupa.

Verð
Heildarverð miðað við tvo í herbergi 199.000kr. 

Flug og gisting á 4 stjörnu hóteli með hálfu fæði á vegum Vita ásamt ferðum til og frá flugvelli og íslenskri fararstjórn – 145.000kr. Búið er að gera hópbókun á vegum Jógastúdíó til að fá afslátt og greiða þarf staðfestingargjald 40.000kr fyrir 1. nóvember 2018.
Jógavin á Tenerife með Hrafnhildi og Drífu þar sem innifalið er: jóga og slökun kvölds og morgna með mismunandi áherlsum. Fyrirlestrar um jógafræðin og jóga og jákvæða sálfræði. Gönguferð með Svala og sameiginlegur kvöldverður síðasta kvöldið – 54.000kr.

Skrá mig 

Um Drífu
Ég er ein af þessum sem fór á byrjendanámskeið í jóga og fann að það var ekki aftur snúið, ég varð ástfangin af jóga. Jógaiðkun hefur veitt mér aðra sýn á lífið, hvað það hefur upp á að bjóða og hvernig ég tekst á við þau verkefni sem það færir mér. Ég lauk kennararéttindum hjá Guðjóni Bergmann árið 2007 og hef verið að kenna síðan. Opnaði Jógastúdíó árið 2010, það sama ár fór ég til Ecuador þar sem ég lagði stund á power/vinyasa jóga og lauk þar öðru kennaranámi. Árið 2012 útskrifaði ég minn fyrst jógakennarahóp og hef gert á hverju ári síðan. Árið 2016 lét ég gamlan draum rætast og fór til Indlands í jógaparadísina Purple Vally þar sem ég iðkaði ashtanga jóga á hverjum degi. Sem jógakennari finn ég hvað það er nauðsynlegt að huga vel að endurmenntun og hlaða batteríin öðru hvoru. Árið 2018 fékk ég það tækifæri að kenna jóga í kakó og jóga retreati í Guatemala sem var bæði mögnuð upplifun og lærdómur í kennslu og iðkun.
Ég hef verið duglega að sækja styttri námskeið erlendis sem og hér heima og hef numið af kennurum á borð við Rodney Yee, David Swenson, Shivu Rea, Darma Mittra, Shanti Desai, Saul David Reye, Jimmy Barkan, Sadi Nardini, Larugu Glaser og fleirum.

Sjálf legg ég mest stund á hatha jóga, yin og vinyasa flæði og finnst æðislegt að blanda þessum aðferðum saman.

Um Hrafnhildi
Ég útskrifaðist sem kennari frá Jógastúdíó árið 2016. Ég starfa sem deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg á Velferðarsviði. Ég er með B.A í mannfræði og með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ. Ég hef lengi haft áhuga á mannrækt, vellíðan og lausnamiðuðum samskiptum. Ég hef lokið Reiki 1 og stundaði hugleiðslu og sjálfsrækt hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands í mörg ár. Ég er einnig fararstjóri hjá Bændaferðum á Vestur-Íslendingaslóðum í Bandaríkjunum og Kanada. Ég kenndi jóga og slökun á Réttargeðdeildinni á Kleppi. Auk þess kenni ég námskeiðið: Styrkur og slökun fyrir konur, 50 ára og eldri.

Ég legg mesta áherslu á að mæta sér í mildi og finna leiðir til að losna undan áreiti og streitu með það að markmiði að auka vellíðan og hamingju.

Skrá mig