Um okkur

Jógastúdíó

Jógastúdíó er lítið og heimilislegt jógastúdíó í miðbæ/vesturbæ Reykavíkur. Þangað sækir fólk á öllum aldri en við bjóðum upp á fjölbreytta tíma svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við leggjum mikið upp úr því að iðkendum líði vel og viljum mæta fólki þar sem það er statt í sinni iðkun svo hver og einn fái að njóta sín.
Í Jógastúdíó kenna einungis lærðir jógakennarar sem allir leggja sitt af mörkum til að gera þína upplifun sem besta.

Við bjóðum alltaf upp á frían prufutíma svo það er um að gera að koma og prófa og sjá hvernig þér líkar.