Valdís Helga

Valdís Helga

Valdís hefur stundað jóga í mörg ár undir leiðsögn margra framúrskarandi kennara. Hún lauk 200 tíma jógakennaranámi samkvæmt stöðlum Yoga Alliance árið 2012 undir leiðsögn Drífu Atladóttur, Ágústu Kolbrúnu Roberts og Guðjóns Bergmanns. Hún hefur verið að kenna síðan þá í Jógastúdíó og í líkamsræktarstöð, bæði opna tíma og lokuð námskeið. Hún hefur einnig kennt…

Valdís hefur stundað jóga í mörg ár undir leiðsögn margra framúrskarandi kennara. Hún lauk 200 tíma jógakennaranámi samkvæmt stöðlum Yoga Alliance árið 2012 undir leiðsögn Drífu Atladóttur, Ágústu Kolbrúnu Roberts og Guðjóns Bergmanns. Hún hefur verið að kenna síðan þá í Jógastúdíó og í líkamsræktarstöð, bæði opna tíma og lokuð námskeið. Hún hefur einnig kennt á fjölbreyttum viðburðum, til að mynda tónlistarhátíðum, félagsmiðstöðvum, í endurhæfingu og fleira. Valdís stundar BSc nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og mun útskrifast þaðan vorið 2018. Hennar mantra í jóga er að líta á sig sem eilífan nemanda og aldrei hætta að læra.