Þórey Viðarsdóttir

Þórey Viðarsdóttir

Ég naut þeirrar blessunnar að fæðast inn í fjölskyldu þar sem andleg málefni voru hversdags. Foreldrar mínir lærðu ung, Raja fræðin í fyrstu jógakennslunni hér á landi á Snæfellsnesi. Áfram víkkuðu þau sjóndeildarhring sinn með ýmsum fræðum. Þau eru mínu fyrstu kennarar og hafa hvatt mig til að fara mína leið. í byrjun var það…

Ég naut þeirrar blessunnar að fæðast inn í fjölskyldu þar sem andleg málefni voru hversdags. Foreldrar mínir lærðu ung, Raja fræðin í fyrstu jógakennslunni hér á landi á Snæfellsnesi. Áfram víkkuðu þau sjóndeildarhring sinn með ýmsum fræðum. Þau eru mínu fyrstu kennarar og hafa hvatt mig til að fara mína leið. í byrjun var það heimspekin á bakvið jóga sem ég stúderaði og í framhaldi líkamleg ástundun. Ég fór til Kripalu jóga- og heilsuseturs í Bandaríkjunum 2008 í jógadanskennararnám. Ég byrjaði að kenna jógadans í Jógastúdíó 2011. Lauk svo jógakennaranáminu í Jógastúdíó 2013 og í framhaldinu að kenna jóga þar. Hef einnig farið á námskeið hjá Peter Sterios. Ástríðan mín er skapandi tjáning á gegnum mismunandi nálganir. Tónheilun hef átt hug minn og hjarta í gegnum árin. Fyrirmyndir mínar eru Jonathan Goldman, Tom Kenyon, Ashana og Shirley Roden m.a. Ég keypti mínar fyrstu kristalsöngskálar 2014 og hef spilað á þær í tímum og víðar. Þar sem orðið jóga þýðir sameining líkama, hugar og sálar, hef ég það að leiðarljósi og tvinna saman andlegri nálgun og líkamsstöðunum. Að fara inn á við og vinna í því sem þarf að losa um og heila og byggja upp jákvætt hugsunarkerfi til að styðja við jafnvægi og vellíðan. Finna öryggið sitt á dýnunni þegar líkaminn byrjar opnast, styrkjast og treysta flæðinu. Það er mikil gjöf að geta verið til þjónustu reiðubúin og leiðbeina fólki að vera heilarar í sínu eigin lífi.
Om Shanti