Ragnheiður Ösp

Ragnheiður Ösp

Ragnheiður Ösp kynntist jóga á unglingsaldri og hefur síðan fundið sterka tengingu við heimspekina og fræðina sem því fylgir. Hún lauk 200 stunda jógakennaranámi hjá Drífu Atladóttur í Jógastúdíó árið 2018 og Yoga Nidra kennaranámi hjá Matsyendra Saraswati árið 2019. Hún hefur stundað og lært hugleiðslu í ýmsum formum og gerðum í yfir áratug og…

Ragnheiður Ösp kynntist jóga á unglingsaldri og hefur síðan fundið sterka tengingu við heimspekina og fræðina sem því fylgir.
Hún lauk 200 stunda jógakennaranámi hjá Drífu Atladóttur í Jógastúdíó árið 2018 og Yoga Nidra kennaranámi hjá Matsyendra Saraswati árið 2019.
Hún hefur stundað og lært hugleiðslu í ýmsum formum og gerðum í yfir áratug og hefur tröllatrú á þeim magnaða krafti sem hugleiðsla, öndun og asönur búa yfir.

Ragnheiður er einnig menntuð sem vöruhönnuður og finnst gaman að skoða og vinna með skilin á milli sköpunar og jógaheimspekinnar. Hún starfar sjálfstætt sem vöruhönnuður auk þess að kenna í Jógastúdíó.