Leifur Wilberg

Leifur Wilberg

Ég byrjaði að stunda yoga reglulega fyrir 10 árum síðan sem leið til þess að dekra við sjálfann mig og róa niður huga og sál.  Í júlí árið 2016 fann ég fyrir þörf til að dýpka skilning og iðkun enn frekar og kláraði 200 tíma yoga kennaranám við Indian Yoga and Meditation Association í Rishikesh…

Ég byrjaði að stunda yoga reglulega fyrir 10 árum síðan sem leið til þess að dekra við sjálfann mig og róa niður huga og sál.  Í júlí árið 2016 fann ég fyrir þörf til að dýpka skilning og iðkun enn frekar og kláraði 200 tíma yoga kennaranám við Indian Yoga and Meditation Association í Rishikesh Indlandi. Þar lagði ég stund á asthanga vinyasa, hatha, iyengar, pranayama og hugleiðslu.  Einnig tók ég 10 daga Vipassana hugleiðslu námskeið í Nepal og finnst gaman að tvinna þá tækni inn í yogakennslu. Ég fer farið á ýmis námskeið, meðal annars hjá Julie Martin sem kenndi hvernig kenna skal byrjendum í jóga. Ég hef einnig sjálfur haldið námskeið í jógastúdíó fyrir karla og byrjendur.

Það er magnað hvað yoga hefur breytt lífi mínu til hins betra, það er eins og hlutirnir komi til manns. Persónulega hefur yoga haft mest áhrif á geðheilsu, mannleg samskipti og sköpunarkraft ásamt því að vera gott verkfæri uppá líkamlega og andlega heilsu. Ég er einnig menntaður ljósmyndari og starfa sem slíkur ásamt því að stunda nám við grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands.