Helga Birgisdóttir

Helga Birgisdóttir

Haustið 2016 skráði ég mig, með hóflegar væntingar, á byrjendanámskeið í jóga hjá Drífu Atladóttur með litla hugmynd að þetta litla skref myndi umturna lífi mínu. Þremur mánuðum eftir að ég hóf mitt jógaferðalag skráði ég mig í kennaranám í Jógastúdíó undir leiðsögn Drífu í von um að dýpka mína iðkun og þekkingu án þess…

Haustið 2016 skráði ég mig, með hóflegar væntingar, á byrjendanámskeið í jóga hjá Drífu Atladóttur með litla hugmynd að þetta litla skref myndi umturna lífi mínu. Þremur mánuðum eftir að ég hóf mitt jógaferðalag skráði ég mig í kennaranám í Jógastúdíó undir leiðsögn Drífu í von um að dýpka mína iðkun og þekkingu án þess endilega að ætla mér að fara að kenna að námi loknu. Í því námi var kafað dýpra ofan í jógaheimspekina, -líffærafræði (anatomy), -stöðurnar, hugleiðslu, kennslutækni, uppbyggingu jógatíma og margt fleira. Ég fann fljótt hvernig jógakennslan togaði í mig og ákvað að stefna á að byrja að kenna undir lok náms. Þegar á leið í jógaferðalaginu mínu fann ég gríðarlegan mun á líkamlegri og andlegri heilsu. Eftir því sem ég styrktist fór ég að prufa mig áfram í ástundun í kröftugri jógaiðkun. Um mitt jógakennaranám kynntist ég jóga-aðferðafræðinni Baptiste Power Yoga og þá var ekki aftur snúið en áður en náminu lauk var ég búin að skrá mig í næsta kennaranám í fyrrnefndri hugmyndafræði undir leiðsögn Alice Riccardi í Iceland Power Yoga. Í því námi var athyglinni beint að kröftugri iðkun, mikilli sjálfskoðun, dýpri skilning á jógastöðum og yin jóga ásamt fleiru. Í lok árs 2018 ákvað ég að taka u-beygju í lífinu, hætta störfum í skrifstofuvinnunni minni og demba mér í jógakennslu í ársbyrjun 2019. Ég nýt þess mikið að leiða aðra í gegnum jákvæðar breytingar í sínu lífi með jógaiðkun sem verkfæri. Mín nálgun í jógakennslu er að mæta hverjum og einum á þeim stað sem hann er í sinni iðkun, hjálpa nemendum að hlusta á sinn líkama ásamt því að skoða mörkin svo hver og einn geti vaxið á sínum forsendum.