Elín Ásbjarnardóttir

Elín Ásbjarnardóttir

Ég fór í minn fyrsta jógatíma í leikfimi í MH líklega 2005, ég man að þá leið mér einsog ég hefði loksins fundið minn stað, mína hreyfingu. Ég byrjaði eftir það að iðka jóga eins og ég gat og nýta mér það til að byggja mig upp bæði á líkama og sál. Árið 2014 lét ég loksins eftir mér að læra jógakennarann og stundaði námið við Jógastúdíó hjá Drífu Atladóttur, ég útskrifaðist þaðan með réttindi sem Hatha- og Poweryogakennari vorið 2015 og hef kennt við Jógastúdíóið allar götur síðan. Ég kýs að mæta mér af mildi og reyni að hafa það sem leiðarvísi í minni kennslu, þar af leiðandi lá beint við að skoða Yin jóga fræði betur og nú í febrúar útskrifaðist ég með réttindi sem yin jógakennari með áherslu á núvitund og hugleiðslu frá Summers School of Yin Yoga hjá Josh Summers. Ég mun svo halda áfram að bæta við mig þekkingu í þeim fræðum í nóvember næstkomandi.
Jóga og hugleiðsla sem eru mitt helsta áhugamál og það sem hjálpar mér að vera besta útgáfan af mér á hverjum degi. Með jóga og hugleiðslu hef ég lært að mæta mér einsog ég er, nákvæmlega í því dagsformi sem ég er í þann daginn, hvorki meira né minna. Það að þora að mæta sér og dýpka sína sjálfsvitund er eilífðar verkefni sem ég vil glöð halda áfram að vinna og vonandi klárast það aldrei.
Namaste