Drífa Atladóttir

Drífa Atladóttir

Ég er ein af þessum sem fór á byrjendanámskeið í jóga og fann að það var ekki aftur snúið, ég varð ástfangin af jóga. Jógaiðkun hefur veitt mér aðra sýn á lífið, hvað það hefur upp á að bjóða og hvernig ég tekst á við þau verkefni sem það færir mér. Ég lauk kennararéttindum hjá…

Ég er ein af þessum sem fór á byrjendanámskeið í jóga og fann að það var ekki aftur snúið, ég varð ástfangin af jóga. Jógaiðkun hefur veitt mér aðra sýn á lífið, hvað það hefur upp á að bjóða og hvernig ég tekst á við þau verkefni sem það færir mér. Ég lauk kennararéttindum hjá Guðjóni Bergmann árið 2007 og hef verið að kenna síðan. Opnaði Jógastúdíó árið 2010, það sama ár fór ég til Ecuador þar sem ég lagði stund á power/vinyasa jóga og lauk þar öðru kennaranámi.
Árið 2012 útskrifaði ég minn fyrst jógakennarahóp og hef gert á hverju ári síðan.
Árið 2016 lét ég gamlan draum rætast og fór til Indlands í jógaparadísina Purple Vally þar sem ég iðkaði ashtanga jóga á hverjum degi. Sem jógakennari finn ég hvað það er nauðsynlegt að huga vel að endurmenntun og hlaða batteríin öðru hvoru.
Árið 2018 fékk ég það tækifæri að kenna jóga í kakó og jóga retreati í Guatemala sem var bæði mögnuð upplifun og lærdómur í kennslu og iðkun.

Ég hef verið duglega að sækja styttri námskeið erlendis sem og hér heima og hef numið af kennurum á borð við Rodney Yee, David Swenson, Shivu Rea, Darma Mittra, Shanti Desai, Saul David Reye, Jimmy Barkan, Sadi Nardini, Larugu Glaser og fleirum.

Sjálf legg ég mest stund á hatha jóga og vinyasa flæði og finnst æðislegt að blanda þessum aðferðum saman.

Om Shanti, Shanti, Shanti