Jógakennaranám

Jógakennaranám 2020
Jógastúdíó kynnir 200 stunda jógakennaranám sem byggir á kröfum Jógakennarafélags Íslands. Námið er samþykkt af félaginu sem veitir þátttakendum greiðan aðgang að námi loknu. Nemandur öðlast mjög góðann grunn í almennri jógaiðkun sem veitir þeim betra tækifæri til að dýpka sína eigin iðkun. Í náminu er lög áhesla á að nemendur öðlist góða skilning á jógaæfingum (asanas), öndun (pranayama), slökun, hugleiðslu, siðfræði og kennslutækni sem og grunn í jógaheimspeki og anatomyu.
Að námi loknu ættu því allir að vera í stakk búnir að kenna opna tíma og setja saman sín eigin námskeið.
Þátttakendur læra og fá tvær tilbúnar jógarútínur, annars vegar hatha jóga rútínu og hins vegar vinyasa flæði
sem þeir geta svo breytt hver eftir sínu höfði.

Nýtt nám hefst í janúar 2020.

Skráning

Uppbygging náms
Lagt er upp með að þátttakendur geti sinnt heimili/vinnu/skóla á meðan á náminu stendur. Samvera með kennurum og öðrum nemendum fer fram um helgar, laugardaga og sunnudaga frá klukkan 08.00 til 16.00 ca. eina helgi í mánuði. Yfir sumartímann er ekki viðvera með kennara en þá safna nemendur sér 20 kennslutímum. Kennsla fer fram í Jógastúdíó nema eina langa helgi þegar farið er út á land og gist.

Myndir frá kennaranámi teknar af Þóru Hrönn Njálsdóttur.
Rakel Dögg er alveg mögnuð, hún er sjúkraþjálfari og sér um anatomyu-partinn í náminu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lára að fara með okkur í gegnum möntur

 

Dídí, Guðrún og Dídí hressar á góðum degi

Helgi 1. 17.-19. janúar

Helgi 2.  1.-2. febrúra

Helgi 3. 15.-16. febrúar

Helgi 4. 28.-29. mars

Helgi 5. 22.-26. apríl – farið út á land

Helgi 6.  9.-10. maí

Helgi 7. 16.-17. maí

 

Skildumæting allar helgarnar.
Kennslan fer fram í Jógastúdíó frá klukkan 07.45-16.00 laugardaga og sunnudaga. Farið verður út á land, gisting og matur er innifalinn þá helgi. Gera má ráð fyrir að taka þurfi eitthvað frí frá vinnu/heimili/skóla en annars er gert ráð fyrir að fólk geti stundað námið með vinnu eða öðru námi.  Nemendur frá aðgang í alla jógatíma á meðan náminu stendur og er ætlast til að þeir sæki 2-4 leidda jógatíma á viku auku iðkunar heima. Áður en náminu líkur þurfa nemendur að skila 20 tímum í jógakennslu.

Skráning

Skráning og frekari upplýsingar á jogastudio@jogastudio.is eða í síma 695-8464 Drífa

Verð: 360.000 kr,- innifalið í verði eru námsgögn, matur og gisting út á landi yfir eina langaa helgi og aðgangur í alla opna jógatíma í Jógastúdíó. Hægt er að skipta greiðslu niður í allt að 12 mánuði. Staðfestingargjald er 60.000kr sem greitt er við skráningu eða fyrir desember 2019.