Yin Yoga

Í þessum tímum er unnið út frá hefðbundnum jógastöðum en þeim haldið í lengri tíma sem gerir tímann í senn mjúkann en oft fremur krefjandi. Með því að gefa líkamanum rými til að fara dýpra í stöður ná bandvefir og vöðvar að mýkjast og losa um uppsafnaða spennu. Þar að auki hjálpar yin iðkun okkur að auka liðleika, efla orku, auka einbeitingu og líkamsvitund. Þessir tímar eru engu að síður hugarrækt þar sem iðkandinn fær að mæta sér og sínum hug í kyrrð og ró.

Tímarnir henta lang flestum. Iðkandinn kemur sér vel fyrir í stöðu og getur notað, teppi, púða og kubba til að auka þægindinn. Stöðunni er svo oftast haldið í 2-5 mínútur og stutt pása tekin áður en farið er í næstu stöðu til að leyfa líkamanum að jafna sig.

 

Kaupa aðgang

 

 

Þessir tímar eru kenndir á mánudagögum og fimmtudögum klukkan 18.30 (- Elín) og á miðvikudögum klukkan 12.00 (- Andrea).