Universal jóga

Universal jóga byggir á hugmyndafræði Andrey Lappa. Jógatímarnir snúast um að mynda jafnvægi í líkamanum, þar sem jafnt er unnið með alla liði líkamans og þannig stuðlað að djúpri slökun og kyrrum huga. Samanborið við aðrar jógastefnur einkennist Universal jóga af mörgum ólíkum teygjum fyrir axlir, sem sjaldséðar eru í öðrum stefnum. Markmið Universal jóga er að auka styrk og liðleika á sem árangursríkastan hátt. Í Universal jóga er boðið upp á einfaldar og meira krefjandi útfærslur af öllum jógastöðum, svo allir ættu að geta valið það sem þeir telja hæfilega krefjandi. Bæði er unnið með jógastöður og ýmsar útfærslur af vinyasa. Pála Margrét er sú eina sem kennir Universal jóga á Íslandi og er þetta því í fyrsta skipti sem boðið er upp á þennan stíl af jóga hér á landi.