Sjálfsást og sátt

Nýtt 4 vikna námskeið með það að leiðarljósi að þátttakendur styrki samband við sig sjálft og hlúi betur að andlegri sem og líkamlegri heilsu. En andleg rækt og hugarleikfimi er jafn mikilvæg og líkamsrækt.

Með því að hlúa að sambandi okkar við okkur sjálf og tengja betur við kjarnann okkar, leggjum við grunninn að daglegum samböndum okkar og samskiptum útí lífið. Á námskeiðinu gefum við okkur tíma til að hægja á og mynda svigrúm til að hlusta betur á það sem á sér stað innra með okkur. Við skoðum hvernig við bregðust við því sem kemur upp og hvernig við getum mætt þessum upplifunum með meiri skilning og sátt. Í tímunum munum við sækja í sambland af mjúkum líkamsæfingum, öndun, hugleiðslu, slökun og jóga nidra. Námskeið sem hentar öllum þar sem við flest mættum veita okkur sjálfum meiri ást og taka okkur sjálf betur í sátt.

Hvenær: mánudögum og miðvikudögum klukkan 20.00-21.00
Kennari: Ragnheiður Ösp
Næsta tímabil: 3. febrúar – 26. febrúar

Verð: 19.900kr. Innifalið er aðgangur í alla opna tíma á meðan námskeiði stendur