Vinyasa

Vinyasa eru styrkjandi tímar sem henta flestum, byrjendum jafnt sem lengra komnum sem vilja dýpka iðkun sína. Farið er vel í gegnum sólarhyllingar þar sem áhersla er lögð á sterka grunnstöðu. Við flæðum í gegnum djúpar, styrkjandi stöður með áherslu á andradrátt og mýkt. Allir geta tekið þátt og farið í gegnum flæðið á sínum forsendum og henta tímarnir vel þeim sem vilja undirbúa sig fyrir kraftmeira flæði. Tímarnir enda svo ávalt á góðum teygjum og djúpri slökun.

Vinyasa jóga er góð líkamsrækt sem vinnur á öllun hliðum líkamanns og því góð leið til að koma sér í form eða halda sér í formi.  Sá styrkur, jafnvægi og einbeiting sem fæst með jógastöðunum auka blóðflæði og súrefnisflæði um líkama og vöðva og auka alhliða úthald. Hægt er að vinna með meiðsli en þá er nauðsynlegt að láta kennara vita svo hægt sé að útfæra jógastöður út frá meiðslum.
Þessir tímar eru kenndir á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17.20-18.20 og á sunnudögum klukkan 12.00

Kaupa aðgang