Yoga Nidra

Yoga Nidra er leidd djúpslökun eða svokölluð svefnhugleiðsla sem hefur áhrif á heilsu, losar um streitu, bætir svefn og almenna líðan. Talið er að Yoga Nidra hafi jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða auk þess að skapa jafnvægi í líkama, hug og sál. Í þessum tímum er unnið er að því að þjálfa hugann til að sleppa taki af hugsunum og venjum sem valda oft mikilli streitu og vanlíðan.

Talið er að 30 mínútur í yoga nidra geti verið á við 4 tíma svefn. Með Yoga nidra iðkun er leitast við að finna frið og ró. Það eina sem þú þarft að gera er að láta fara vel um þig og reyna að sofna ekki. Gott er að hafa með sér góða peysu og sokka svo þér verði ekki kalt.

 

 

Þessir tímar eru kenndir á þriðjudögum klukkan 16.20 (Ása) og á mánudögum og föstudögum klukkan 12.00 (Drífa)