Yoga Nidra

Yoga Nidra er liggjandi leidd djúpslökun eða svokallaður jógískur svefn þar sem iðkandin heldur fullri vitund þrátt fyrir að vera í djúpu slökunarástandi. Iðkun yoga nidra losar um streitu, bætir svefn og almenna líðan. Talið er að Yoga Nidra hafi jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða auk þess að skapa jafnvægi í líkama, hug og sál.

Talið er að 30 mínútur í yoga nidra geti verið á við 4 tíma svefn. Með Yoga nidra iðkun er leitast við að finna frið og ró. Það eina sem þú þarft að gera er að láta fara vel um þig og fylgja leiðbeiningum kennarans. Gott er að hafa með sér góða peysu og sokka svo þér verði ekki kalt.

 

 

Þessir tímar eru kenndir á mánudögum og föstudögum klukkan 12.00-12.40. Tilvalið að brjóta upp daginn og núllstilla sig.

Kaupa aðgang