Yoga Nidra

Yoga nidra er leidd djúpslökun eða svokölluð svefnhugleiðsla. Með nidra djúpslökun komust við niður á sviðið milli svefns og vöku þar sem við náum að losa um streitu, bæta svefn og almenna líðan. Talið að nidra hafi jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða auk þess að skapa jafnvægi í líkama og huga. Í þessum tímum er unnið er að því að þjálfa hugann til að sleppa taki af hugsunum og venjum sem valda oft mikilli streitu og vanlíðan.

Með Yoga nidra iðkun er leitast við að finna frið og ró innra með okkur sjálfum. Það eina sem þú þarft að gera er að láta fara vel um þig og reyna að sofna ekki.

 

 

 

Þessir tímar eru kenndir á þriðjudögum klukkan 16.20 (Ása) og á mánudögum og föstudögum klukkan 12.00 (Drífa)