Kundalini jóga

Kundalini yoga eins og það var kennt af Yogi Bhajan er kallað yoga vitundar. Í tímunum notum við yoga til að styrkja okkur bæði á líkama og sál. Í gegnum yoga æfingar, öndun og hugleiðslu vinnum við í að styrkja hlutlausa hugann. Það er sá hluti hugans sem hálpar okkur að taka yfirvegaðar ákvarðanir og gera það sem við virkilega viljum gera í stað þess að vera eingöngu að bregðast við ytra áreiti. Kundalini yoga er einnig mjög öflugt tæki fyrir þá sem eru að takast á við streitu, kvíða og þunglyndi því að það bæði fyllir okkur orku og gefur okkur tæki til að halda okkur í betra andlegu jafnvægi.

Kundalini yoga hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Allir tímar eru byggðir þannig upp að fólk á öllum stigum yoga iðkunar getur fengið eitthvað út úr tímanum. Kundalini yoga er svokallað „householder” yoga, þar eð það er ekki hugsað fyrir munka heldur fyrir fólk sem er útivinnandi og á fjölskyldur með öllu því álagi sem því fylgir. Vegna þess að þetta er hannað fyrir fólk sem hefur ekki tíma til að tileinka lífi sínu yoga virkar Kundalini yoga mjög hratt. Hver tími er byggður upp af öndunaræfingum, yoga æfingum (asanas), hugleiðslu og slökun. Í hverjum tíma er unnið bæði í því að styrkja og liðka vöðvana, styrkja taugakerfið til að gera okkur betur fært að halda okkur í jafnvægi í amstri dagsins. Við fyllum okkur af orku til að takast á við lífið og komum jafnvægi á orkuflæði líkamans. Við gerum mjög fjölbreyttar hugleiðslur og syngjum gjarnan möntrur líka.

Þessir tímar eru kenndir á mánudögum og miðvikudögum klukkan 08.45-09.45