Jóga fyrir karla

Lokað námskeið sérstaklega ætlað karlmönnum.
Námskeiðið hentar þeim sem vilja mýkja upp líkamann með skemmtilegum jógastöðum og djúpum teygjum. Sérstök áhersla er lögð á að mýkja axlarsvæði, mjaðmir og fótleggi í bland við handstyrk og fleira skemmtilegt. Hver tími endar á djúpri slökun þar sem allir fara út með sól og jafnvægi í hjarta.

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl 21.00-22.00
Lengd: 4 vikur
Kennari: Leifur Wilberg
Verð 18.900kr

Þátttakendur fá aðgang að öllum opnum tímum á meðan námskeiðinu stendur.
Eftir námskeiðið bjóðum við 20% afslátt af 3 mánaðar kortum.