Author: Drífa

Slökunarjóga og hljóðheilun

Þórey mætir aftur til leiks á föstudaginn 27. júní með sína vinsælu tíma slökunarjóga og tónheilun. Tímarnir byrja klukkan 17.20 og standa í 75 mínútur. Komið, upplifið og njótið! Að okkar mati eru þetta ein besta leiðin til að hlaða sál og líkama eftir vinnuvikuna.

17. júní

Gleðilegan þjóðhátíðardag, líðveldið Ísland á afmæli í dag og er 76 ára. Það verður ekki kennt samkvæmt stundarskrá en Drífa leiðir jógatíma klukkan 11.00.

Hittumst aftur á dýnunni

Lokað 3 vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér aftur á dýnuna eftir hlé, hver sem ástæðan fyrir því var. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja kvið og bak en sterk miðja hefur jákvæð áhrif á alla jógaiðkun, unnið verður að því að auka liðleika og styrk í gegnum jógaæfingar og dýpri…

Stundaskrá í maí og júní

Við hvetjum þig til að kíkja á stundatöfluna þó hún sé að mestu óbreytt hjá okkur í sumar. Einhverjar tilfæringar eru á kennurum og á miðvikudögum klukkan 18.30 eru nú vinyasa tímar í stað universial yoga. Föstudagar í júní: Þórey okkar er í fríi núna í júní svo föstudagstímarnir verða með bryettu sniði. En að…

Höldum áfram að fara varlega

Til hamingju með daginn öll!!! Við fengum að opna í dag og við erum að sjálfsögðu himinlifandi og vonandi þið líka. Við höldum að sjálfsögðu áfram að fara varlega og hvetjum ykkur til að hafa með ykkur ykkar eigin dýnur ef þið eigið og jafnvel teppi og púða ef þið kjósið. Eins og venjulega sjá…

Opnum 25. maí

Að öllu óbreyttu getum við loksins opnað aftur 25. maí. Við erum ótrúlega spennt að taka á móit ykkur og búumst við mjög góðu sumri, jógalega séð. Við höldum áfram að setja inn tíma á facebooksíðuna okkar svo endielga nýtið ykkur það þangað til þið getið komið inn í slainn með okkur. Drífa

Takk fyrir stuðninginn og samstöðuna.

Ég sit hér heima með kakóbolla og hugsa um Jógastúdíó, fortíðina, framtíðina og allt þar á milli en veit samt að ég þarf og get einungis verið í núinu 🙂 En þakklæti er mér efst í huga þrátt fyrir þessa erfiðu tíma. Jógastúdíó væri jú ekkert ef ekki væri fyrir ykkur nemendurna og alla þá frábæru kennara…

Tímar á netinu

Yin jóga með Elínu á netinu í kvöld. Við munum senda tímann henar Elínar beint út í kvöld frá Jógastúdíó. Útsendingin hefst klukkan 18.20 og er öllum aðgengileg. Tíminn mun svo vera áfram inn á facebooksíðu okkar svo þið getið nálgast hann þegar hentar. Við vonum innilega að þið nýta ykkur tæknina og gefa ykkur…

Lokun vegna samkomubanns

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út tilskipun þess efnis að yfirstandandi samkomubann verði hert frá og með miðnætti aðfaranótt þriðjudags næstkomandi. Samkomubannið nær nú m.a. til lokunar samkomustaða og í ljósi þessarar þróunar verður Jógastúdíó því lokað. Við viljum sýna ábyrgð í verki og höfum því ákveðið að…