Author: Drífa

Byrjendanámskeið – hefst 20. ágúst

Nýtt byrjendanámskeið hefst mánudaginn 20. ágúst  Lokað 4. vikna námskeið þar sem farið er vel yfir helstu jógastöður, öndunaræfingar og slökun. Gott fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja læra undirstöður jóga. Farið er vel í grunnstöður, helstu öndunaræfingar og slökun og ættu þátttakendur að vera vel undirbúnir fyrir opna jógatíma eftir námskeiðið. Á byrjendanámskeiði gefst…

Verslunarmannahelgin

Góðan daginn jógar. Fyrir ykkur sem ekki ætla að leggja land undir fót um helgina munum við halda okkur við stundaskrána eins og hún er núna föstudag og laugardag. Drífa kennir yin yoga í hádeginu á föstudaginn, Þórey leiðir sinn vinsæla slökunar- og tónheilunar tíma á föstudag klukkan 17.20 og Kristín Hulda mun leiða hatha…

Yin & Yoga Nidra-Dekur fyrir líkama og sál

Þetta sumarið þurfum við að hlúa vel að okkur sjálfum þar sem við fáum ekki birtuna og hlýjuna sem við þurfum frá sóllinni. Hvað er þá betra á blautu sunnudagskvöldi en að mæta á yogadýnuna og dekra við líkamann og hugann? Sunnudagskvöldið 15.júlí bjóðum við uppá tveggja tíma yin & yoga nidra dekurstund frá kl…

Sumartilboð

Þar sem að við vitum að fólk ferðast mikið og vill ekki binda sig í lengri tíma yfir sumarmánuðina ætlum við að bjóða upp á frábært tilboð á mánaðarkortum, 1 mánuður á 10.000kr. -ótakmarkað. Tilboðið gildir frá 1. júní til 1. ágúst. Kortið virkjast strax þegar þú kaupir það og gildir í mánuð frá þeim…

Pilates námskeið – 5. júní

Pilates- og jógakennarinn Vala Ómarsdóttir býður upp á sérstakt námskeið fyrir morgunglaða. Lögð er sérstök áhersla á Pilates æfingarnar í bland við jóga teygjur. Pilates er æfingakerfi sem byggir á að styrkja kjarnavöðva líkamans. Markmið Pilates er að lengja og styrkja líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 07:30-08.20…

Hvítasunnuhelgin

Lagardagstíminn verður á sínum stað klukkan 11.00 núna um helgina. Það er ekki kennt samkvæmt stundaskrá á mánudeginum en við bjóðum upp á Vinyasa tíma klukkan 11.00 sem Sólrún mun leiða. Góða helgi og hafið það kósý í rigningunni. Drífa

Kakójóga og lifandi tónlist – FULLT

FULLT ER Á ÞENNAN VIÐBURÐ – ÞÚ GETUR SKRÁÐ ÞIÐ Á BIÐLISTA HÉR  Við ætlum að bjóða upp á kakójóga klukkan 13.00, fimmtudaginn 10. maí sem er Uppstigningardagur. Kakójóga er í raun ekki mikið frábrugðið öðru jóga nema hvað að við njótum þess að fá okkur ljúfan bolla af hreinu kakó frá Guatemala fyrir iðkun….

Byrjendanámskeið í jóga – hefst 7. maí.

Nýtt byrjendanámskeið hefst mánudaginn 7. maí.     4. vikna lokað námskeið þar sem farið er vel yfir helstu jógastöður, öndunaræfingar og slökun. Gott fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja læra undirstöður jóga. Farið er vel í grunnstöður, helstu öndunaræfingar og slökun og ættu þátttakendur að vera vel undirbúnir fyrir opna jógatíma eftir námskeiðið….