Verslunarmannahelgin

Við munum ekki bjóða upp á hefðbunda dagskrá núna um verlunarmannahelgina, föstudagurinn heldur þó sínu sniðu. Á laugardaginn býður Elín upp á yin jóga frá 11.00-12.30 en hún er snillingur í að hjálpa fólki að slaka á líkama og sál. Á sunnudaginn ætlar Sif okkar að bjóða upp á 70 mínútna hatha jóga klukkan 11.00 sem henta öllum sem vilja góða blöndu af styrk, liðleika og slökun.

Við hvetjum alla sem ætla að vera í bænum til að nýta sér þessa tíma hjá þessum frábæru kennurum.
Það verður svo lokað hjá okkur á mánudaginn 3. ágúst. 

Góða helgi.

Laugardagur: yin jóga klukkan 11.00-12.30
Sunnudagur: hatha jóga klukkan 11.00-12.10
Mánudagur: lokað