Hittumst aftur á dýnunni

Lokað 3 vikna námskeið fyrir þá sem vilja koma sér aftur á dýnuna eftir hlé, hver sem ástæðan fyrir því var. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja kvið og bak en sterk miðja hefur jákvæð áhrif á alla jógaiðkun, unnið verður að því að auka liðleika og styrk í gegnum jógaæfingar og dýpri teygjur. Auk jógaæfinga (asanas) verður farið í skilvirkar öndunaræfingar, styttri hugleiðslur, möntrur og hver tími endar á góðri slökun. Á námskeiðinnu verður notast við ýmsar nálganir á jóga svo sem hatha jóga, vinyasa flæði, jóga nidra og yin jóga.

Tímabil: 9.- 25. júní
Kennt: þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 20.00-20.10
Verð: 19.900kr
Kennari: Drífa
Innifalið er aðgangur í alla opna tíma í töflu

Skráning