Takk fyrir stuðninginn og samstöðuna.

Ég sit hér heima með kakóbolla og hugsa um Jógastúdíó, fortíðina, framtíðina og allt þar á milli en veit samt að ég þarf og get einungis verið í núinu 🙂 En þakklæti er mér efst í huga þrátt fyrir þessa erfiðu tíma. Jógastúdíó væri jú ekkert ef ekki væri fyrir ykkur nemendurna og alla þá frábæru kennara sem ég er svo heppin að hafa 💝

Það er mín vona að geta byrjað af fullum krafti í lok maí/byrjun júní með fulla dagskrá, opna tíma, námskeið og skemmtilega viðburði. Þangað til langar mig að segja takk fyrir stuðninginn, samstöðuna, hlýju orðin og ekki síst takk fyrir jógað sem tengir okkur öll saman 🙏

Pínu meyr, frekar bjartsýn og mjög þakklát 🙏💙🙏
Drífa