Lokun vegna samkomubanns

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út tilskipun þess efnis að yfirstandandi samkomubann verði hert frá og með miðnætti aðfaranótt þriðjudags næstkomandi. Samkomubannið nær nú m.a. til lokunar samkomustaða og í ljósi þessarar þróunar verður Jógastúdíó því lokað. Við viljum sýna ábyrgð í verki og höfum því ákveðið að hafa lokað frá og með morgundeginum, mánudeginum 23.mars. Við þurfum að standa saman sem samfélag og komast í gegnum þetta sérstaka tímabil og huga vel að heilsu okkar og annarra. Við teljum mikilvægt að fólk leggi áfram ástundun á jóga og gæti þannig að líkamlegri og andlegri líðan. Við munum því bjóða upp á daglegt streymi á jógatíma á facebook síðu okkar. Tímarnir haldast opnir og verða öllum aðgengilegir hvenær sem þeim hentar.

Drífa