Skráning í tíma

Við viljum gera allt sem við getum svo að ykkur líði sem best að koma í jóga en þurfum þó að gera ràðstafanir eins og aðrir.
1. Hámarksfjöldi í tíma er nú 8 manns. Við þurfum setja upp skráningu á Facebook síðunni okkar fyrir hvern tíma. Fólk festir sér pláss með því að kommenta à póst. Skráning kemur inn að minnsta sólarhring fyrir tímann.
2. Fólk er á eigin ábyrgð inn í jógasalnum. Ef fólk finnur fyrir flensueinkennun eða minnsta kvefi biðjum við það að vera heima.
3. Við tökum úr umferð öll teppi og púða og biðjum fólk að koma með sitt eigið. Gott að taka með handklæði til að setja yfir jógadýnur og strjúka vel af þeim eftir notkun.

Við minnum ykkur að að þvo hendur vel og spritta.
Vinnsamlegast fylgist með frekari tilkynningum og fylgið tilmælum landlæknis 🙏