Jóga fyrir karla // Hefst 3. mars

Lokað 4 vikna námskeið sérstaklega ætlað karlmönnum. 
Námskeiðið hentar þeim sem vilja mýkja líkamann með skemmtilegum jógastöðum og djúpum teygjum.  Tímarnir eru byggðir á mjúku vinyasa og hatha jóga, öndun, slökun og tónheilun. Námskeiðið byrjar rólega en krafturinn aukinn þegar líður á. Sérstök áhersla er lögð á að mýkja axlarsvæði, mjaðmir og fótleggi. Hver tími endar á djúpri og endurnærandi slökun.


Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl 19.45-20.45
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 3. mars 2020, kennt er 4 vikur í senn.
Verð: 19.900kr.
Kennari: Arthur Stub

Skrá mig 

Þátttakendur fá aðgang að öllum opnum tímum á meðan námskeiðinu stendur.