Nýtt tungl // Sunnudaginn 23. febrúar.

Nýtt tungl í fiskum – Manifestation Workshop og kakó
Hvað dreymir þig um að láta verða að veruleika? Fyrir þig og fyrir heiminn?
Fiskamerki er merki listar, ljóðrænu og drauma. Merki mysticisma og sammannlegu undirmeðvitunarinnar. Það er líka merki þjónustu við mannkyn. Nýtt tungl er besti tími mánaðarins til að byrja á einhverju nýju og setja sér markmið fyrir næsta mánuðinn.
Nýtt tungl í fiskum er sérstaklega góður tími til að fara inn á við og skoða draumana okkar. Við munum gefa okkur tíma til að skrifa niður það sem okkur langar til að fá inn í lífið okkar næsta mánuðinn. Gian Tara talar um Manifestation, hvernig er best að orða hlutina og gefur okkur hugmyndir um hvernig við getum komist framhjá huglægu hindrununum sem stopp okkur. Taktu með þér eitthvað til að skrifa í og penna. Þú færð bónusstig fyrir rauðan penna. Við byrjum á því að drekka kakóbolla saman, förum svo í sköpunarvinnuna og endum á djúpri slökun tónheilun og gongi.

Hvar: Jógastúdíó 
Hvenær: Sunnudaginn 23. febrúar

Kennar: Gian Tara
Klukkan: 16.00-17.30
Verð: 3.500kr