Fullt tungl, möntrusöngur og kakó // Sunnudaginn 9. febrúar

Fullt tungl í Ljóni.
Fulla tungl febrúarmánaðar er fullkomið til að koma okkur í gang eftir langan janúar. Það er byrjað að birta meira og það er einmitt sólin sem stjórnar stjörnumerkinu ljóninu. Ljónið stendur fyrir sjálfsást og sjálfsvirðinguog við munum vinna með að setja okkur ásetning fyrir mánuðinn í takti við það. Við getum notað tækifærið til að kveikja aftur upp í áramótaheitunum okkar og magna upp það sem við viljum fá inn í lífið okkar á þessu ári.

Við byrjum athöfnina á því að drekka sama kakóbolla og fræðast aðeins um stjörnuspekina fyrir fulla tunglið og hvernig það getur haft áhrif á okkur persónulega. Gian Tara er stjörnuspekingur og deilir með okkur afþekkingu sinni. Eftir það þá syngjum við möntur saman, það er að sjálfsögðu alltaf í lagi að hlusta bara. Öllum er líka frjálst að taka með hljóðfæri til að spila með. Við endum svo kvöldið á djúpri tónheilun og gong slökun.

Klukkan: 16:00-17.30
Verð: 3.500
Hvar: Jógastúdíó – Ánanaustum 15.

Skráing