Fullt tungl, möntrusöngur og kakó // Föstudaginn 10. janúar

Fullt tungl í Krabba
Fögnum fyrsta fulla tungli ársins og áratugarins saman. Þetta fulla tungl er líka tunglmyrkvi sem gerir það extra kraftmikið. Notum tækifærið og kveðjum síðasta áratug og mögnum upp það sem við viljum fá inn í lífið okkar á þessu ári. Við byrjum kvöldið á því að fræðast aðeins um stjörnuspekina fyrir fulla tunglið og tunglmyrkvan og hvernig það getur haft áhrif á okkur persónulega um leið og við gæðum okkur á kakóbolla. Gian Tara er stjörnuspekingur og deilir með okkur af þekkingu sinni. Eftir það þá syngjum við möntur saman, það er að sjálfsögðu alltaf í lagi að hlusta bara. Kakóið hjálpar okkur vonandi að slaka betur á, fara dýpra inn á við og þannig njóta okkar betur í möntrusöngnum. Öllum er líka frjálst að taka með hljóðfæri til að spila með. Svo endum við kvöldið á djúpri tónheilun og gong slökun.
Klukkan: 20.00-21.30
Verð: 3.500kr-
Hvar: Jógastúdíó – Ánanaustum 15

Skráing