Hugarró // Hefst 7. október // Nýtt námskeið ætlað konum

Nýtt námskeið ætlað konum á öllum aldri 
Á þessu nýja námskeiði sköpum við rými til að hlúa að okkur, mætum okkur í mildi og stefnum að því að auka þol okkar gagnvart áreitinu í kringum okkur. Við stillum okkur mjúklega á endurhleðslu, upplifum skýrari hugsun og náum betri lendingu innra með okkur sjálfum. Tímarnir eru kenndir á mánudögum og miðvikudögum klukkan 19.45-20.45. Innifalið er aðgangur í alla opna tíma í töflunni.

Uppbygging tíma:
Við stundum mjúkt jóga, góðar teygjur, stöldrum við og hugleiðum og endum alla tíma á endurnærandi slökun.

Um kennara: 
Hrafnhildur hefur kennt jóganámskeið í Jógastúdíó undanfarin ár við góðar undirtektir. Hún hefur sérhæft sig í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og nemur sálfræði við HA samhliða vinnu sinni sem ráðgjafi í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Hrafnhildur leggur áherslu á aukna styrkleikavitund til að hámarka vellíðan og getu í eigin lífi og miðlar fjölbreyttum bjargráðum til að eiga við streitu bæði í vinnu sinni sem ráðgjafi og jógakennari.

Hvenær: mánudagar og miðvikudagar klukkan 19.45-20.45
Verð:
-19.900kr. -4 vikur. -7. okt – 30. okt.
-35.900kr -8 vikur. – 4. nóv – 27. nóv
-51.900kr -12 vikur.- 2. des – 30. des
 Aðgangur að öllum opnum tímum innifalið

Skráning