Krakkajóga // Hefst 15. september // Tveir hópar í boði 4-7 ára og 8-10 ára

Jóga og núvitundarnámskeið fyrir börn, byggt á hugmyndafræði Little Flower Yoga
Í krakkajóga ber ætlunin að skemmta sér og njóta stundarinnar saman, en á sama tíma að börnin læri ýmis verkfæri sem þau geta nýtt sér í daglegu lífi, að skilja og ráða betur við tilfinningar sínar, að læra að nota andardráttinn til að hafa áhrif á eigin líðan, styrkja og liðka líkamann, og auka líkamsvitund, læra að einbeita sér og halda athygli og að læra að slaka á líkamanum, meðal annars til að bæta svefn.

Boðið verður upp á 4 vikna krakkajóganámskeið, sem kennt verður sunnudagana 15., 22., 29. september og 6. Október.
Tveir aldurshópar verða í boði:
4-7 ára kl. 10:00-10:50.
8-10 ára kl. 11:00-11:50.
Verð: 6.900 kr.
16 pláss í boði í hvorum hóp.

Skráning

Kennarar:
Pála Margrét hefur lokið BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði, og er að klára MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Hún hefur lokið 500 klst jógakennararéttindum, 200 klst við Vikasa Yoga og 300 klst við Universal Yoga. Að auki hefur hún lokið nokkrum námskeiðum í krakkajóga: Childplay Yoga með Gurudass Kaur Khalsa og námskeiðum Little Flower Yoga, auk þess sem hún hefur aðstoðað við kennslu á Little Flower Yoga námskeiðum hér á landi. Pála hefur kennt jóga fyrir fullorðna og krakkajóga hér á landi frá árinu 2017.

Aldís hefur lokið BA-gráðu í sálfræði, og MA-gráðu í uppeldis- og menntavísindum með áherslu á áhættuhegðun og forvarnir, auk þess sem hún stundar nú meistaranám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Reynsla Aldísar af vinnu með börnum er töluverð, en hún hefur unnið í leikskóla, grunnskóla og sinnir nú starfi félagsfærniráðgjafa á frístundaheimili fyrir börn í 1. og 2. bekk.