Meðgöngujóga – hefst 12. júní

Jógastúdíó býður nú  upp á 4 vikna lokað námskeið í meðgöngujóga á mánudögum og miðvikudögum klukkan 19.50-20.50. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 12. júní. 
Þetta eru mjúkir og þægilegir tímar þar sem farið er í gegnum öndunaræfingar og jógastöður sem henta konum á meðgöngu einkar vel. Við blöndum saman hefðbundnum jógastöðum, yin yoga og yoga nidra. Lögð er áhersla á djúpa öndun, styrkingu líkama og góða slökun sem getur hjálpað verðandi móður að undirbúa sig fyrir fæðingu.

Jóga hálpar þér að tengjast líkama þínum og undirbúa þig undir það ferðalag sem er fyrir höndum, um leið og þú nýtur þess að vera í félagsskap annarra barnshafandi kvenna. Meðgöngujóga hentar flestum verðandi mærðum, hvort sem þær hafi reynslu af jóga eða ekki. Ef einhver vafi liggur á er best að ráðleggja sig við ljósmóður eða lækni. Flestar konur byrja í meðgöngujóga í kringum 14-16 viku en það er alldrei of seint að byrja.

Skrá mig 

Hvenær
: Mánudaga og miðvikudaga klukkan 19.50-20.50
Kennari: Drífa Atladóttir
Verð: 1. mánuður – 13.500kr
Aðrir tímar sem við mælum með fyrir konur á meðgöngu: Yoga Nidra, slökunarjóga og tónheilun.

Stundatafla

Um Drífu
Drífa hefur rúmlega 10 ára reynslu af jógakennslu, hún hefur rekið Jógastúdíó í 9 ár, haldið tugi jóganámskeiða og 8 jógakennaranám. Hún bætti nýlega við sig réttindum til að kenna meðgöngu og mömmujóga hjá Sally Parkers í London.  Drífa mun leiða meðgöngjógatíma á mánudögum og miðvikudögum klukkan 19.50-20.50.