Kakójóga sumadaginn fyrsta // Vinyasaflæði og tónslökun.

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl bjóðum við upp á kakójóga. VIð byrjum stundina á að fá okkur ljúfengan kakó bolla af 100% hreinu kakó frá Guatemala og leyfum okkur að lenda vel í líkama og sál áður en við byrjum jógaflæðið. Við endum svo á dúnmjúkri tónslökun sem hjálpar okkur að ná djúpri lendingu og endurheimt á orku og gleði.

Hvar: Jógastúdíó – Ánanaust 15
Klukkan: 13.00-15.00
Verð: 3.500kr – 3.000kr fyrir meðlimi Jógastúdíó
Kennarar: Drífa og Hrafnhildur

SKRÁ MIG

Meira um kakóið
Kakóið sem við notum kemur frá Guatemala og er talið ein af orkufæðum jarðarinnar (superfoods) og hefur verið kalla færða guðanna “The Food of the Gods”. Kakóið inniheldur mest andoxunarefa allra fæðutegunda í heiminum. Andoxunarefni hjálpa okkur að halda góðri heilsu og  fyrirbyggja sjúkdóma eins og krabbameina og hjartasjúkdóma. Þar að auki er það mjög ríkt af magnesium, járni, króm og sinki.

Í kakóinu eru mörg virk efni sem geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Þau sem má kannski helst nefna eru:
Þeóbrómín:  gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Það ýtir undir losun dópamíns sem einnig er þekkt sem ánægju hormón, örvar vöðva og víkkun æðar.
Anandamín: efni sem við framleiðum þegar að okkur líður vel. Ananda þýðir hamingja eða bliss.
PEA: eða tryptófan sem stundum er kallað „ástarlyfið“ getur það kallað fram gleðitilfinningu. Efni sem við framleiðum þegar við erum ástfangin, hjálpar ogkkur að skerpa fókus.

“Cacao opens the door to your mind, and it is up to you if you want to walk through.”