Jóga gegn streitu – Hefst 5. mars.

Þetta er nýtt 4. vikna námskeið sem kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 21.00-22.00. Á þessu námskeiði setjum við okkur ásetning um að auka vellíðan og stundum mjúkt og endurnærandi jóga. Við leggjum áherslu á djúpöndum til að minnka streitu og einfaldar líkamsæfingar til að liðka líkamann. Við notum streituminnkandi hugleiðsluaðferðir til að færa okkur nær núvitundinni og lærum að vingast við hugann okkar. Allir tímarnir enda á endurnærandi slökun.

Upplifir þú streitu og kvíða í þínu lífi? Er hraðinn í samfélaginu of mikill og hugurinn á yfirsnúningi? Langar þig að prófa hvort jóga getur hjálpað þér í áttina að betri líðan? Ef svo er ertu er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Hvenær: Þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 21.00-22.00
Tímabil: 5.mars – 28. mars. (4. vikur eða 8 tímar).
Kennari: Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Verð: 18.900kr – innifalið er aðgangur í alla opna tíma í töflu.

Skrá mig 

Um Hrafnhildi
Ég útskrifaðist sem kennari frá Jógastúdíó árið 2016. Ég starfa sem deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg á Velferðarsviði. Ég er með B.A í mannfræði og með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá EHÍ. Ég hef lengi haft áhuga á mannrækt, vellíðan og lausnamiðuðum samskiptum. Ég hef lokið Reiki 1 og stundaði hugleiðslu og sjálfsrækt hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands í mörg ár. Ég er einnig fararstjóri hjá Bændaferðum á Vestur-Íslendingaslóðum í Bandaríkjunum og Kanada. Ég kenndi jóga og slökun á Réttargeðdeildinni á Kleppi. Auk þess kenni ég námskeiðið: Styrkur og slökun fyrir konur, 50 ára og eldri.

Ég legg mesta áherslu á að mæta sér í mildi og finna leiðir til að losna undan áreiti og streitu með það að markmiði að auka vellíðan og hamingju.

Skrá mig