Konudagsdekur – sunnudaginn 24. febrúar. – UPPSELT

UPPSELT ER Á ÞENNAN VIÐBURÐ
Komdu og fagnaðu kvennleikanum með okkur á sjálfan Konudaginn, sunnudaginn 24. febrúar klukkan 14.00. Tengjumst saman inn á hjartastöðina og drekkum hjartaopnandi kakó frá Guatemala. Látum streituna líða úr okkur með einföldum yin yoga stöðum og sameinumst í kyrrðinni undir heilögum tónum tónslökunar.
Hrafnhildur og Drífa taka vel á móti ykkur.

Verð 3.000kr.-
Klukkan: 14.00-15.30
Kennarar: Hrafnhildur og Drífa 

Fyrir þá sem hafa áhuga þá verða Drífa og Hrafnhildur til taks eftir viðburðin og svara spurningum um Jógaferð til Tenerife sem verður farin þann 21.maí næstkomandi.
Frekari upplýsingar um ferð er að finna HÉR