
Lokað námskeið sem kennt er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.45.
Á þriðjudögum verður lögð áhersla á tækni og styrk en á fimmtudögum verður lögð meiri áhersla á flæðandi jógaiðkun. Ásamt jógaæfingum er farið í öndun og slökun sem hjálpa til við að losna undan áreiti og getur þannig haft jákværð áhrif á kvíða og almenna líðan. Unnið er út frá núvitund og kenningum jákvæðrar sálfræði þar sem áhersla er lögð á að auka vellíðan og styrkleikavitund. Tímarnir enda á djúpri og endurnærandi slökun.
Ágætt er að hafa einhverja grunnþekkingu á jóga – t.d. byrjendanámskeið
Tímabil haustönn:
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 2. október, kennt er 4 vikur í senn. Hægt er að skrá sig á stakt námskeð en einnig er hægt að skrá sig í tvo, þrjá eða fjóra mánuði, afsláttur er veittur ef geitt er fyrir tvo eða fleiri mánuði í einu. Hægt er að skipta greiðslum niður og fá greiðslur í heimabanka.
Verð:
1 mánuður: 18.900kr- Tímabil 2. október – 25. októnber.
2 mánuðir: 35.000kr- með afslætti Tímabil 30. október – 22. nóvember.
3 mánuðir: 51.000kr- með afslætti Tímabil 27. nóvember – 20 desember.
Þátttakendur fá aðgang að öllum opnum tímum í stöðinni á meðan námskeiðinu stendur.
Kennari er Hrefnhildur Sigmarsdóttir
Ef þú villt skrá þig á fleiri en eitt námskeið er best að gera það strax.