Yin & Yoga Nidra-Dekur fyrir líkama og sál

Þetta sumarið þurfum við að hlúa vel að okkur sjálfum þar sem við fáum ekki birtuna og hlýjuna sem við þurfum frá sóllinni. Hvað er þá betra á blautu sunnudagskvöldi en að mæta á yogadýnuna og dekra við líkamann og hugann?
Sunnudagskvöldið 15.júlí bjóðum við uppá tveggja tíma yin & yoga nidra dekurstund frá kl 19:30-21:30. Það seldist upp í fyrstu tvo tímana okkar svo við hvetjum þig til að bóka þitt pláss strax með því að senda okkur póst á yinognidra@gmail.com

Við köfum inn í okkar eigin huga og skoðum það hvernig við getum komið okkur af stað áleiðis í áttina að dýpri sjálfsást og sjálfsmildi, mætt okkur þar sem við erum og mjúklega byggt ofan á okkar eigin grunn. Tíminn hefst á hefðbundnum yin yoga stöðum fyrir allan líkamann, leggjum áherslu á orkustöðvarnar og vinnum með þær hindranir sem mæta okkur á leiðinni. Eftir að hafa opnað fyrir flæði líkamans, losað um og mýkt vöðvana færum við okkur yfir í ljúfa yoga nidra hugleiðslu þar sem við svífum inn í djúpa dásamlega slökun. Sleppum taki á öllum hugsunum og gefum líkamanum frið til sjálfsheilunar. Það eina sem þú þarft að gera er að reyna að sofna ekki.

*Skráning: yinognidra@gmail.com
*Verð 3.000 kr, 2.500 kr fyrir korthafa í Jógastúdíó.
————–
Í Yin Yoga er unnið út frá hefðbundnum jógastöðum og þeim haldið í lengri tíma í senn. Með því að skapa rými í tíma fyrir líkamann til að slakna og gefa eftir inni í stöðunum ná bandvefur og vöðvar að mýkjast og losa um uppsafnaða spennu. Yin er engu að síður leikfimi fyrir hugann þar sem iðkandinn fær að mæta sér og sínum huga í kyrrð.

Yoga Nidra er Aldagömul hugleiðsluaðferð, kölluð svefnhugleiðsla,sem leiðir þig niður í mjög djúpa slökun, á milli svefns og vöku. Þar er hugurinn og líkaminn er laus við stress, álag og áreiti. Þegar hugurinn fær hvíld fær líkaminn tækifæri til að heila sig sjálfur og iðkandinnn kemur endurnærður til baka. Það er sagt að 40 mínútur af Yoga Nidra sé álíka endurnærandi fyrir huga og líkama eins og þriggja tíma svefn.

Kennarar:
Ása Sóley – Ég er búin að kenna yoga núna í 5 ár. Kláraði 200 tíma yogakennaranám í Yoga Shala Reykjavík hjá Ingibjörgu Stefánsdóttur árið 2013 og mitt annað 200 tíma nám hjá High Vibe Yoga á Bali með Emily Kuser árið 2015. Ég er einnig með Yoga Nidra kennararéttindi frá Amrit Yoga Institude þar sem ég lærði hjá Kamini Desai bæði hér heima og á Bandaríkjunum. Ég kenni bæði Vinyasa flæði og Yoga Nidra sem eru mjög ólíkir yogastílar en þessi samblanda hjálpar mér að finna jafnvægi í líkama og huga og heldur mér gangandi í gegnum hvern dag.

Elín Ásbjarnar- Ég hef kennt yoga í þrjú ár. Kláraði 200 tíma Hatha- og Power Yoga kennaranám í Jógastúdíó hjá Drífu Atladóttur 2015. Í Febrúar síðastliðnum bætti ég við mig 50 tíma Yin Yoga kennararéttindum hjá Josh Summers í Summers school of Yin Yoga, en þar var áhersla lögð á núvitund í Yin yoga og Yin hugleiðslutækni. Ég hef iðkað yoga frá því ég féll fyrir því í menntaskóla og nýt þess að fá að dýpka mína iðkun á hverjum degi. Eftir að ég fór að kenna fann ég hversu mikið mér líkar að kenna með mýkt í fyrrirúmi og lá því beint við að bæta við mig Yin réttindunum.