Pilates námskeið – 5. júní

Pilates- og jógakennarinn Vala Ómarsdóttir býður upp á sérstakt námskeið fyrir morgunglaða. Lögð er sérstök áhersla á Pilates æfingarnar í bland við jóga teygjur. Pilates er æfingakerfi sem byggir á að styrkja kjarnavöðva líkamans. Markmið Pilates er að lengja og styrkja líkamann án þess að vöðvarnir verði fyrirferðarmeiri.
Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 07:30-08.20 í 4 vikur í sinn.
Verð 17.900kr
Hefst þriðjudaginn 05. júní
Námskeiðið veitir aðgang að öllum opnum tímum í Jógastúdíó
Skráning HÉR

Vala Ómarsdóttir er menntaður jógakennari frá Jógastúdíó Reykjavíkur og með kennsluréttindi í mat-based Pilates frá Future Fit Training í London. Hún kynntist fyrst jóga og Pilates í New York árið 2000 þar sem hún æfði undir leiðsagnar Lindu Farrell. Síðan þá hefur hún kennt bæði í London og í Reykjavík, m.a. í Baðhúsinu til fjölda ára, World Class, Marelybone Dance Studio, Ballettskóla Eddu Scheving, Sporthúsinu, Kramhúsinu og í Jógastúdíó Reykjavíkur. Vala er einnig menntuð sem sviðslistakona og kvikmyndaleikstjóri.