Kakójóga og lifandi tónlist – FULLT

FULLT ER Á ÞENNAN VIÐBURÐ – ÞÚ GETUR SKRÁÐ ÞIÐ Á BIÐLISTA HÉR 
Við ætlum að bjóða upp á kakójóga klukkan 13.00, fimmtudaginn 10. maí sem er Uppstigningardagur.
Kakójóga er í raun ekki mikið frábrugðið öðru jóga nema hvað að við njótum þess að fá okkur ljúfan bolla af hreinu kakó frá Guatemala fyrir iðkun. Kakóið er þekkt fyrir þá eiginleika að opna hjartað og leyfir okkur því að flæða í meiri sjálfsmildi og ást í gegnum jógatímann.
 
Við byrjum tímann á að drekka saman kakóbolla og setjum okkur um leið ásetning sem leyfir okkur að flæða óhindrað í gegnum tíman. Í jógaflæðinu verður lögð áhersla á að opna hjartastöðina, sleppa taki á þyngjandi hugsunum og mæta okkur sjálfum með ást í hjarta. Á meðan njótum þess að hlusta á ljúfa tóna frá tónlistarkonunni MSEA sem einnig er þekkt sem Maria-Carmela. Í þessum tíma mun hún bæði notast við hljóðupptökur ásamt því að nota hljóðfæri og sína eigin rödd.

Jógatímann leiðir Drífa

Verð: 3.000kr 

2.500kr fyrir meðlimi Jógastúdíó
Hvenær: Fimmtudaginn 10 maí – Uppstigningardagur
Klukkan: 13.00-14.30
Hvar: Jógastúdíó
Um Drífa
Drífa hefur rúma 10 ára reynslu af jógakennslu og hefur rekið Jógastúdíó frá árinu 2010. Í jógakennslu leggur hún áherslu að mæta fólki þar sem það er statt í sinni iðkun og leyfa hverjum og einum að njóta sín á sinni dýnu. Drífa hefur sótt jógakennaranám bæði hér heima og erlendis og þar að auki sótt styttir námskeið með ýmsum jógakennurum. Hún kynntist kakóinu fyrst hjá Kamillu eða Kakómillu sem hefur leitt kakóathafnir við góðar undirtektir.
Um MSEA – Mariu-Carmelu
MSEA, also known as Maria-Carmela, is a Reykjavík based sound artist and musician. Originally from Toronto, Canada, MSEA´s music combines elements of the natural and digital world, and explores the lines between beauty and discomfort. Sometimes performing solo and sometimes with a small orchestra, MSEA uses electronics, voice, and textures to create a new experience every performance.

Meira um kakóið
Kakóið sem við notum kemur frá Guatemala og er talið ein af orkufæðum jarðarinnar (superfoods) og hefur verið kalla færða guðanna “The Food of the Gods”. Kakóið inniheldur mest andoxunarefa allra fæðutegunda í heiminum. Andoxunarefni hjálpa okkur að halda góðri heilsu og  fyrirbyggja sjúkdóma eins og krabbameina og hjartasjúkdóma. Þar að auki er það mjög ríkt af magnesium, járni, króm og sinki.

Í kakóinu eru mörg virk efni sem geta haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Þau sem má kannski helst nefna eru:
Þeóbrómín:  gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Það ýtir undir losun dópamíns sem einnig er þekkt sem ánægju hormón, örvar vöðva og víkkun æðar.
Anandamín: efni sem við framleiðum þegar að okkur líður vel. Ananda þýðir hamingja eða bliss.
PEA: eða tryptófan sem stundum er kallað „ástarlyfið“ getur það kallað fram gleðitilfinningu. Efni sem við framleiðum þegar við erum ástfangin, hjálpar ogkkur að skerpa fókus.

“Cacao opens the door to your mind, and it is up to you if you want to walk through.”